4 mar. 2020
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Mál 57/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Helgi Dan, leikmaður mfl. Vestra B, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Hauka B gegn Vestra B í meistaraflokki karla, 3 deild, sem leikinn var þann 1. mars 2020.“
Mál 58/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Marko Dimitrovic, leikmaður mfl. Vestra , sæta áminningu vegna háttsemi í leik Vestra gegn Hamar í meistaraflokki karla, 1 deild, sem leikinn var þann 28. febrúar 2020.“
Mál 59/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Stefán Diego, leikmaður mfl. Vestra B, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Hauka B gegn Vestra B í meistaraflokki karla, 3. deild, sem leikinn var þann 29. febrúar 2020.“