26 feb. 2020
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar
Úrskurður í máli nr. 54:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Almar Örn Björnsson, leikmaður Skallagríms, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Skallagríms í 1. deild mfl. karla sem fram fór þann 17. febrúar sl.
Úrskurður í máli nr. 55:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ólafur Ægisson, leikmaður KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR B og KV í 2. deild mfl. karla sem fram fór þann 18. febrúar sl.
Úrskurður í máki nr. 56:
Með vísan til ákvæðis j. liðar 1. mgr. 13. gr., sbr. til hliðsjónar c. lið 1. mgr. 13. gr. og ítrekunarsjónarmiða þess ákvæðis í reglugerð um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Guðmundur Magnússon, fylgismaður KR, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik KR B og KV í 2. deild mfl. karla sem fram fór þann 18. febrúar sl.