12 feb. 2020
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Úrskurður nr. 50
„Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Steingrímsson, þjálfari Sindra, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Sindra og Hamars sem fram fór Íslandsmóti 1. deildar mfl. karla á Höfn í Hornafirði þann 3. febrúar 2020.“
Úrskurður nr. 51
„Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnaldur Grímsson, leikmaður Vals, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Stjörnunnar í Íslandsmóti drengjaflokki, sem leikinn var 4. febrúar 2020.“
Úrskurður nr. 52
„Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ari Gunnarsson, þjálfari Fjölnis B, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar B og Fjölnis B í Íslandsmóti drengjaflokki, sem leikinn var 4. febrúar 2020.“
Úrskurður nr. 53
Með vísan til ákvæðis j) liðar 13. gr. reglugerðarinnar, sbr. til hliðsjónar c) lið 13. gr. reglugerðarinnar, skal hinn kærði sæta eins leiks banni vegna hins kærða atviks.
Hinn kærði, Seth Christian LeDay, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar leik Stjörnunnar og UMFG í Dominos deild karla sem fram fór í Garðabæ þann 3. febrúar 2020.
Úrskurð má lesa hér