22 jan. 2020

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur málum

 

Meðfylgjandi er leiðréttur úrskurður nr. 39/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gerald Robinsson, leikmaður Hauka, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KR í Domino's deild karla, sem leikinn var þann 9. janúar 2020.

Úrskurður nr. 42/2019-2020.

Hið kærða lið, ÍA, sætir áminningu og skal greiða sekt til Körfuknattleikssambands Íslands að fjárhæð kr. 50.000 vegna háttsemi áhorfanda liðsins í leik ÍA gegn Njarðvík í bikarkeppni 10. flokki karla sem leikinn var að Jaðarbökkum þann 15. janúar 2020. 

Lesa má úrskurðinn hér

 

Úrskurður nr. 43/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis  a. liðar, sbr. f. lið 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Chaz Malik Franklin, leikmaður ÍA, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍA og Reynis Sandgerði í 2. deild karla, sem leikinn var 18. janúar 2020.