27 des. 2019Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin í Þýskalandi, er á topp tíu yfir íþróttamenn í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins 2019.

Að auki er kvennalið Vals eitt þriggja liða sem tilnefnt er sem lið ársins 2019.

Kjörið fer fram í Hörpunni við hátíðlega athöfn á morgun 28. desember og verður sýnt beint frá viburðinum á RÚV og RÚV2. Fyrri hluti hátíðarinnar á RÚV2 frá kl. 18:00 þegar íþróttamenn allra sérsambanda fá sín verðlaun afhend og svo kl. 19:40 fer fram seinni hlutinn þar sem kjörið um topp tíu fer fram sem og lið ársins og þjálfari ársins verða kunngjörð.

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns ársins 2019 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar
Arnar Davíð Jónsson, keilari úr Keilafélagi Reykjavíkur
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Barcelona á Spáni
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Rosengård í Svíþjóð
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Everton
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Alba Berlín í Þýskalandi
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi


Efstu þrjú liðin sem koma til greina þetta árið eru:
Karlalið Selfoss í handbolta
Kvennaliðs Vals í handbolta
Kvennalið Vals í körfubolta


#korfubolti