10 des. 2019Í dag var dregið í riðla í evrópukeppnum FIBA Europe hjá yngri liðunum fyrir mótin sem framundan eru sumarið 2020 en KKÍ sendir til keppni sex lið drengja og stúlkna í U16, U18 og U20 aldursflokkum að venju.

Hægt er að sjá öll mót og riðla hérna á heimasíðu FIBA Europe.

Öll íslensku liðin leika í B-deildum í ár, en aðeins 16 bestu þjóðir hvers aldurs leika í A-deildum.

Hér fyrir neðan eru riðlarnir sem Ísland var dregið í, leikstaðir mótana og dagsetningar þeirra í sumar:

STÚLKUR:

FIBA U20 Women's European Championship · B-deild 
8.-16. ágúst í Ramat Gan, Ísrael
B-iðill: Ísland, Ísrael, Bretland og Portúgal

FIBA U18 Women's European Championship · B-deild
3.-12. júlí í Oberwart, Gussing & Furstenfeld, Austurríki
B-riðill: Ísland, Noregur, Portúgal, Írland og Danmörk.

FIBA U16 Women's European Championship · B-deild
17.-26. júlí í Sarajevo BOSNIA I HERZEGOVINA
B-riðill: Ísland, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Svíþjóð, Ísrael og Albanía.

DRENGIR:

FIBA U20 European Championship · B-deild
10.-19. júlí í Tbilisi, Georgía
A-riðill: Ísland, Póland, Albanía, Holland og Lettland

FIBA U18 European Championship · B-deild 
24. júlí-2. ágúst í Oradeu, Rúmeníu
B-riðill: Ísland, Kýpur, Ungverjaland, Belgía, Eistland og Finnland

FIBA U16 European Championship · B-deild
13.-22. ágúst í Sofia, Búlgaríu
B-riðill: Ísland, Eistland, Bretland, Noregur og Hvíta-Rússland
#korfubolti