5 des. 2019
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Agamál 24/2019-2020
Hið kærða lið, Álftanes, sætir áminningu og skal greiða sekt til KKÍ að fjárhæð kr. 50.000 vegna framkomu starfsmanns í garð dómara og skorts á gæslu á leikstað.
Hið kærða félag er gert skylt að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja betur öryggi aðila sem koma að framkvæmd leikja.
Úrskurðarorð má lesa hér.
Agamál 25/2019-2020
Með vísan til ákvæðis 4. mgr. 8. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, er kæra sem barst þann 21. nóvember sl., þar sem kærð var háttsemi í leik Hamars B og Breiðabliks B í 3. deild karla mfl., sem leikinn var þann 16. nóvember sl., vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.
Agamál 26/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón Trausti Guðjónsson, leikmaður Fjölnis B, hljóta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis B og Aftureldingar í Íslandsmóti karla 9. fl. sem leikinn var þann 24. nóvember 2019.
Agamál 28/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og KR í Dominos deild karla, sem leikinn var 29. nóvember 2019.