2 nóv. 2019
Keppni í 2. deild kvenna hefst í dag. Þennan veturinn er metþátttaka í 2. deild kvenna, en alls eru 13 lið skráð frá 11 félögum, en skipta þurfti deildinni upp í tvo riðla. Í fyrstu umferð verður leikið í Hafnarfirði hjá Haukum og á Hvammstanga hjá Kormáki. Auk liðanna 13 sýndu nokkur til áhuga á að koma inn á næsta tímabili.
Þetta er í fjórða sinn sem keppt ef í 2. deild kvenna, en mest hafa 6 lið verið skráð til leiks, þar til í ár. Fjöldi þátttökuliða í deildinni er til marks um þann mikla körfuboltaáhuga sem er um land allt, en allir landsfjórðungarnir eiga sína fulltrúa.
Þetta tímabilið er keppt er 2. nóvember, 8.-9. febrúar og 17.-18. apríl.