1 nóv. 2019
Viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino´s-deild karla mun fara fram í kvöld á tilsettum tíma kl. 20.15! Fyrr í dag þurfti lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Rýming þessi er öryggisráðstöfun til að tryggja öryggi íbúa sem búa á nálægum svæðum. Nánar á vef Víkurfrétta.  
 
Af þessum ástæðum gætu verið lokanir á svæðum eins og bílastæðum í grennd við Njarðtaks-gryfjuna. Í kvöld verður gengið inn á leikinn um kjallara að sunnanverðu húsinu. Njarðvíkingar eru hvattir til þess að nýta góða veðrið og ganga á leikinn þeir sem geta en stuðningsmenn Stjörnunnar eru beðnir um að hafa í huga að mögulega verður ekki hægt að leggja bifreiðum í námunda við keppnishúsið.

Við biðjumst velvirðingar á þeim þeim óþægindum sem þetta kann að valda en stjórn KKD UMFN og starfsfólk í Njarðtaks-gryfjunni munu gera sitt besta til þess að tryggja öruggt og gott aðgengi allra að leiknum.