31 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í nokkrum málum sem hún hefur haft til úrlausnar og eru eftirfarandi úrskurðarorð þeirra.
Niðurstaða úr agamáli nr. 5/2019-2020
"Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón Böðvarsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Reynis Sandgerðis gegn KR b, Íslandsmóti 2. deild meistaraflokki karla, sem leikinn var þann 18. október sl."
Niðurstaða úr agamáli nr. 6/2019-2020
"Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Guðmundur Magnússon, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Reynis Sandgerðis gegn KR b, Íslandsmóti 2. deild meistaraflokki karla, sem leikinn var þann 18. október sl."
Niðurstaða úr agamáli nr. 7/2019-2020
"Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jóhannes Árnason, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Reynis Sandgerðis gegn KR b, Íslandsmóti 2. deild meistaraflokki karla, sem leikinn var þann 18. október sl."
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.