30 okt. 2019Tveir íslenskir FIBA starfsmenn verða við störf í kvöld í EuroLeague Women þegar Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verða við störf í Riga í Lettlandi en þetta er í annað sinn sem þeir félagar fá tilnefningu í sama leikinn hjá FIBA.

Þá fer fram leikur TTT Riga gegn Tango Bourges Basket frá Frakklandi og fer leikurinn fram í Lettlandi.
Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum á heimasíðu keppninar: fiba.basketball/euroleaguewomen/19-20
 
Liðin leika í A-riðli keppninar (8 liða riðill) og eftir tvo leiki hafa mótherjar kvöldsins tapað fyrstu leikjum sínum í riðlinum.

Meðdómarar Davíðs eru Elena Chernova frá Rússlandi og Vladyslav Isachenko frá Úkraínu.
KKÍ óskar þeim félögum góðs gengis í kvöld!
 
#korfubolti