8 okt. 2019 Tímabilið er nú einnig hafið, líkt og hjá liðinum, hjá íslenskum alþjóða- dómurum og eftirlitsmönnum okkar. Rúnar Birgir Gíslason var eftirlitsmaður á leik sænska liðsins KFUM Borås Basket og tyrkneska liðsins Pinar Karsiyaka í forkeppni FIBA Europe Cup sem fram fór síðastliðinn þriðjudag.
Leikið var í Borås í Svíþjóð og fór svo að lokum að Tyrkirnir siguðu 70:77 en þess má geta að landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson leikur með Boras. Liðin mætast í síðari leik sínum á morgun miðvikudag í Tyrklandi.
Dómarar leiksins og samstarfsmenn Rúnars voru Eddie Viator frá Frakklandi, Sergei Beliakov frá Rússlandi og Gvidas Gedvilas frá Litháen.
Mynd: Rúnar Birgir til vinstri ásamt Pétri Hrafni Sigurðsyni, fyrrverandi eftirlitsmanni FIBA. Ísland mun eignast nýjan eftirlitsmann FIBA um miðjan október en þá bætist Jón Bender við starfsflotann.
#korfubolti