3 okt. 2019
Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. deild kvenna fyrir veturinn 2019-2020. Mótið er utandeild og um það gilda því ekki hefðbundnar félagaskiptareglur.
Keppt verður þrisvar sinnum yfir tímabilið, 2.-3. nóvember, 8.-9. febrúar og 17.-18. apríl.
* Leiktími: 4x8 gangandi klukka, stoppað í vítaskotum.
* Allar aðrar reglur gilda.
* Tíu mínútuhæstu leikmenn meistaraflokks að meðaltali eru ólöglegir.
Þátttökugjöld eru kr. 35.000 á lið fyrir tímabilið.
Skráning stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 15. október. Skráning þarf að berast í gegnum FIBA Organizer eins og með önnur mót. Skrifstofa KKÍ veitir upplýsingar ef félag vantar aðgang að FIBA Organizer.
Leikstaðir verða ákveðnir að lokinni skráningu. Mótshaldari útvegar dómara í alla leiki