16 sep. 2019
Spánverjar eru heimsmeistarar í körfuknattleik árið 2019 eftir úrslitaleikinn í gær þar sem þeir mættu Argentínu. Spánverjar sýndu mátt sinn og höfuð nokkuð öruggan 95:75 sigur í lokaleik mótsins.

Þetta var annar heimsmeistaratitill Spánverja en sá fyrri kom fyrir 13 árum í Japan. Þar með er Spánn komið í hóp fárra liða sem hafa unnið titilinn tvisvar sinnum eða oftar. Tveir leikmenn í liði Spánar voru í sigurliðinu 2006 en það eru þeir Marc Gasol og Rudy Fernandez.

Af liðunum í topp átta sætunum voru fimm evrópsk lið ásamt liði Ástralíu (Eyjaálfa), Bandaríkunum (N-Ameríka) og Argentínu (S-Ameríka).

Í úrvalsliði mótsins átti evrópa fjóra fulltrúa og Suður-Ameríka einn. Ricky Rubio frá Spáni var valinn besti leikmaður mótsins (MVP) og með honum í úrvalsliðinu var samherji hans Marc Gasol, Luis Scola í silfurliðinu, Evan Fournier frá Frakklandi og hin serbneski Bogdan Bogdanovic.

ÓL2020:
Þau lönd sem hafa tryggt sig inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 af heimsmeistaramótinu eru eftirfarandi en álfusamböndin eiga eitt sæti hvert (nema Ameríka og Evrópa tvö) og fá efstu liðin úr hverri álfu sæti beint af HM auk gestagjafa hverju sinni

8 lið sem hafa tryggt sér þátttökurétta á ÓL2020:
Argentína (FIBA Americas - Efsta Ameríkuálfu liðið á HM)
Ástralía (FIBA Oceania - Efsta Eyjaálfu liðið)
Frakkland (FIBA Europe - Næst efsta Evrópu liðið)
Íran (FIBA Asia - Efsta Asíuálfu liðið)
Japan (FIBA Asia - Gestgjafi á ÓL2020)
Nígería (FIBA Africa) Top finishing African team in 2019 FIBA Basketball World Cup (#17)
Spánn (FIBA Europe - Heimsmeistarar, efsta Evrópu liðið)
Bandaríkin (FIBA Americas) Næst efsta Ameríkuálfu liðið

Við bætast fjögur sæti en haldin verða fjögur úrtökumót þar sem sigurvegarar hvers móts fá sæti á ÓL2020.

Lokastaðan á HM karla 2019:
1. Spánn
2. Argentína
3. Frakkland
4. Ástralía
5. Serbía
6. Tékkland
7. Bandaríkin
8. Pólland
9. Litháen
10. Ítalía
11. Grikkland
12. Rússland
13. Brasilía
14. Venesúela
15. Púertó Ríkó
16. Dóminíska lýðveldið
17. Nígería
18. Þýskaland
19. Nýja Sjáland
20. Túnís
21. Kanada
22. Tyrkland
23. Íran
24. Kína
25. Svartfjallaland
26. Suður-Kórea
27. Angóla
28. Jórdan
29. Fílabeinsströndin
30. Senegal
31. Japan
32. Filipseyjar

#korfubolti