5 sep. 2019Heimsmeistaramót karla 2019 stendur nú yfir en mótið fer fram í Kína. Nú er lokið riðlakeppninni og ljóst hvaða lið leika í 16-liða úrslitum í milliriðlum til að fá úr því skorið hvaða lið fara þaðan svo í 8-liða úrslitin. Þá er einnig ljóst nú hvaða lið leika um sæti 17-32 beint eftir riðlakeppnina sem lauk fyrr í dag.
Fram til 9. september verða 8 leikir á dag á HM 2019 og verða áfram beinar útsendingar á RÚV frá völdum leikjum á mótinu sýndir en sökum tímamismunar þá eru leikirnir að hefjast milli 07:30 og 08:00 fram yfir hádegi að íslenskum tíma.
Milliriðlar:
Efstu tvö lið hvers riðlakeppninnar í hverjum riðli fara áfram og fara A+B riðill saman í einn nýjan riðil (I-riðill) sem og C+D verður að J-riðli og E+F að K-riðli og G+H að L-riðli. Liðin taka með sér stigin úr riðlakeppninni og leika gegn nýju liðinum tveim sem bætast við.
Riðlarnir á HM eru eftirfarandi fyrir topp 16:
I: Argentína, Pólland, Venezuela, Rússland
J: Serbía, Spánn, Ítalía, Púertó Ríkó
K: Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Grikkland
L: Ástralía, Frakkland, Dómíníska lýðveldið, Litháen
Riðlarnir og liðin sem leika um sæti 17-32 eru:
M: Nígería, Kína, Fílabeinsströndin, Suður-Kórea
N: Túnis, Angóla, Íran, Fillipseyjar
O: Tyrkland, Nýja Sjáland, Svartfjallaland, Japan
P: Þýskaland, Kanada, Jórdanía, Senegal
ÓL2020:
Leikið er um öll sæti á mótinu en það er nauðsynlegt til þess að fá úr skorið
hvaða lið vinna sér inn sæti á ÓL2020 í Tókýó en þangað fara 7 efstu liðin beint og 16 næstu lið á HM ásamt 2 frá hverri álfu (alls 24 lið) vinna sér sæti í undankeppnum þar sem leikið verður um síðustu lausu sætin (4 mót með 6 liðum hvert). Alls munu svo 12 lið leika á ÓL2020.
Hægt er að lesa nánar um keppnisfyrirkomulagið á HM hérna
#korfubolti