26 ágú. 2019Eftir fjóra daga hefst fyrsti leikurinn á HM karla 2019 sem fram fer í Kína 31. ágúst til 15. september. 32 lið leika í átta fjögura liða riðlum um heimsmeistaratitilinn.

Frá Evrópu leika Tékkland (sem lék með Íslandi í riðli í fyrstu umferð undankeppninnar), Pólland, Tyrkland, Rússland, Grikkland, Svartfjallaland, Spánn, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Serbía og Litháen. 

Þess má til gamans geta að Ísland hefur á síðustu árum leikið gegn öllum þessum þjóðum, fyrst Serbíu 2013, Svartfjallalandi 2015 og svo hinum löndum á EM 2015, EM 2017 og í undankeppni HM 2018.

Bandaríkin eru ríkjandi meistarar en þeir hafa unnið síðustu tvö heimsmeistaramót, 2014 á Spáni og 2010 í Tyrklandi. Spánverjar unnu þar á undan árið 2016 í Japan.

Allir leikir verða í lifandi tölfræðilýsingu á heimasíðu mótsins en þar er einnig hægt að sjá leikjaplan, leikmenn og lið og ýmislegt annað fyrir mótið:
fiba.basketball/basketballworldcup/2019

RÚV sýnir beint frá völdum leikjum á mótinu bæði á RÚV og RÚV2 en leikirnir í riðlakeppninni hefjast flestir milli kl. 08:00-12:30 að íslenskum tíma (mismunandi eftir dögum). Fram að 9. september fara fram átta leikir á dag.
 
Það er því ljóst að framundan er mikil körfuboltaveisla í keppni bestu liða heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. 

#korfubolti