10 ágú. 2019
Ísland vann Sviss í mögnuðum leik í forkeppni EM 2021 83-82. Eftir jafnan leik þar sem liðin skiptust á að skora kom það í hlut Martins Hermannssonar að taka lokaskot Íslands. Skotið for ofaní og reyndist það síðasta karfa leiksins og Ísland vann með einus tigi 83-82.
Sigur Íslands er afar mikilvægur og tryggir að Ísland geti enn náð sigri í riðlinum og tryggt sig þ.a.l. áfram. Nú eru öll liðin í riðlinum með einn sigur og eitt tap og því er það í höndum íslenska liðsins að fara áfram.
Stigahæstir hjá Íslandi voru þeir Jón Axel Guðmundsson og Tryggvi Hlínason með 18 stig en næstur þeim var Martin Hermannsson með 16 stig og svo Pavel Ermolinskij með 13 stig.
Næstur leikur í riðlinum er á miðvikudag er Portúgal tekur á móti Sviss. Ísland spilar næst n.k. laugardag heima gegn Portúgal áður en liðið heldur út spilar gegn Svisslendingum.
Myndband af Facebook síðu KKÍ af lokaskoti Íslands.
Mynd/Jónas Oddsson: Íslenska liðið fagnar sigri í leikslok á leik Íslands og Sviss