6 ágú. 2019Strákarnir í U18 ára landsliði drengja luku leik á sunnuaginn á EM 2019 sem fram fór í Rúmeníu. Strákarnir léku um 11. sætið gegn Bosníu og unnu flottan sigur í lokaleiknum 80:72. Frábær sigur hjá okkar liði en þessi lið mættust í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Bosnía vann en núna var komið að okkar drengjum að hefna fyrir það.
Áður hafði Ísland mætt Hvít-Rússum í leik um sæti 9-16 og svo Belgíu í leik um sæti 9-12 áður en þeir mættu Bosníu í lokaleiknum um 11. sætið.
Ísrael stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir að hafa mætt Póllandi í úrslitaleiknum og Tékkar hlutu brons eftir sigur á Norður-Makedóníu. Þessi þrjú efstu lið leika því í A-deild að ári liðnu. Bæði Tékkland og Ísrael léku í riðli með Íslandi.
Dúi Þór Jónsson var með hæðsta framlag Íslands á mótinu eða 13.6 að meðaltali í leik. Hann var einnig stigahæstur með 17.0 stig í leik og annar í stoðsendingum með 3.6 sendingar að meðaltali í leik. Friðrik Jónsson tók flest fráköst eða 6.6 í leik og Ástþór Svalason var með flestar stoðsendingar, 3.9, auk þess sem hann var næststigahæstur (10.9 stig í leik) og næst framlagshæstur (13.3 í leik).
#korfubolti