30 jún. 2019
Þá er komið að fjórða og næst síðasta leikdegi og að þessu sinni gegn nýjustu þjóðinni í norðurlandasamstarfinu í körfubolta, Eistlandi. Eistarnir hafa komið sterkir inn í þetta mót og tefla fram flottum og frambærilegum liðum.
U18 drengja er enn taplaust en mætir öflugu liði í dag. U16 stúlkna er enn að leita af fyrsta sigri en Eistarnir eru einnig án sigurs í þeim aldursflokki. Sama á við í U18 stúlkna þar sem Eistland er án sigurs en Íslenka liði er með einn sigur. U16 drengja getur komið sér aftur á sigurbraut eftir tap í gær.
Leikir dagsins:
K. 15.45(12.45 ísl. tíma) U18 stúlkur á velli SUSI 3
Kl. 20.15(17.15 isl. tíma) U16 stúlkur á velli SUSI 3
Kl. 20.15(17.15 ísl. tíma) U18 drengir á velli SUSI 1
Kl. 20.30(17.30 ísl. tíma) U13 drengir á velli SUSI 2
Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is.
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.