29 jún. 2019
Danski dagurinn hér í Finnlandi fór fram í dag þar sem öll liðin mættu Danmörku. U16 stúlkna átti sinn besta leik á mótinu en það dugði því miður ekki til og svekkjandi tap staðreynd. Drengjalið U16 tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið lék gegn einu sterkasta liði Danmerkur í mörg ár. U18 drengja er enn án taps eftir frábæran sigur en stúlknalið U18 lennti í ógnarsterku liði Danmerkur.
Þetta árið vannst einn sigur á Dönum og því miður lági þeir því ekki í því. Einn sigur staðreynd og U18 lið drengja standa vel að vígi fyrir síðustu tvo leiki mótsins.
Myndasöfn úr öllum leikjum dagsins má finna hér
Leikir dagsins fóru eftirfarandi:
U16 stúlkna: Ísland 64-72 Danmörk
U16 drengja: Ísland 58-87 Danmörk
U18 stúlkna: Ísland 41-101 Danmörk
U18 drengja: Ísland 82-72 Danmörk
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði allra leikja á basket.fi/nc2018.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.
Mynd: Karfan.is