26 maí 2019

Í dag heldur íslenski hópurinn sem fer á Smáþjóðaleikana 2019 á vegum ÍSÍ og KKÍ en alls fara 35 einstaklingar í keppni í körfuknattleik, leikmenn, þjálfarar og fylgdarlið.

Fréttir af mótinu verða hér á kki.is og á samfélagsmiðlum KKÍ.
Heimasíða leikanna er: montenegro2019.me

Karlalandsliðið leikur fjóra leiki á mótinu, gegn landsliðum Möltu, Lúxemborg og Svartfjallalands fyrstu keppnisdagana 28.-30. maí. Frídagur verður þann 31. maí og svo er lokaleikur liðsins 1. júní gegn liði Kýpur.

Kvennaliði leikur fimm leiki á mótinu gegn liði Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur og leikið er alla daga 28. maí-1. júní í keppni kvenna.

Leikmenn á leikunum:
Berglind Gunnarsdóttir · keppandi
Breki Gylfason · keppandi
Bryndís Guðmundsdóttir · keppandi
Dagur Kár Jónsson · keppandi
Elvar Már Friðriksson · keppandi
Embla Kristínardóttir · keppandi
Gunnar Ólafsson · keppandi
Gunnhildur Gunnarsdóttir · keppandi
Halldór Garðar Hermannsson · keppandi
Hallveig Jónsdóttir · keppandi
Helena Sverrisdóttir · keppandi
Hildur Björg Kjartansdóttir · keppandi
Hilmar Smári Henningsson · keppandi
Hjálmar Stefánsson · keppandi
Kristinn Pálsson · keppandi
Ólafur Ólafsson · keppandi
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · keppandi
Sara Rún Hinriksdóttir · keppandi
Sigrún Björg Ólafsdóttir · keppandi
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · keppandi
Thelma Dís Ágústsdóttir · keppandi
Þóra Kristín Jónsdóttir · keppandi
Þóranna Kika Hodge-Carr · keppandi
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · keppandi

Þjálfarar og teymi:
Kristinn Geir Pálsson · flokksstjóri
Hannes S. Jónsson · formaður KKÍ
Benedikt Guðmundsson · þjálfari landsliðs kvenna
Halldór Karl Þórsson · aðstoðarþjálfari kvenna
Arnar Sigurjónsson · styrktarþjálfari
Sædís Magnúsdóttir · sjúkraþjálfari
Finnur Freyr Stefánsson · þjálfari lansliðs karla
Baldur Þór Ragnarsson · aðstoðarþjálfari karla
Jóhannes Már Marteinsson · sjúkraþjálfari
Jóhanns Páll Friðriksson · FIBA dómari
Davíð Tómas Tómasson · FIBA dómari

#korfubolti