22 maí 2019Þjálfarar landsliðs karla í körfuknattleik hafa nú valið sitt lokalið fyrir Smáþjóðaleikana 2019 sem hefjast 28. maí í Svartfjallalandi. Finnur Freyr Stefánsson hefur verið þjálfari liðsins í undirbúningnum og verður aðalþjálfari liðsins á mótinu og aðstoðarþjálfari hans Baldur Þór Ragnarsson. Craig Pedersen þjálfari átti ekki heimangegnt í verkefnið og því verða Finnur Freyr og Baldur Þór með liðið á leikunum líkt og fyrir tveim árum á síðustu leikum.

Karlalandsliðið leikur gegn landsliðum Möltu, Lúxemborg og Svartfjallalands fyrstu keppnisdagana 28.-30. maí. Frídagur verður þann 31. maí og svo er lokaleikur liðsins 1. júní gegn liði Kýpur.

Í liðinu nú eru tveir nýliðar. Það eru þeir Hilmar Smári Henningsson frá Haukum og Halldór Garðar Hermannsson frá Þór Þorlákshöfn.

Landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum á leikunum:

Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (38)
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki (2)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (10)
Hilmar Smári Henningsson · Haukar (Nýliði)
Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Kristinn Pálsson · Njarðvík (9)
Þórir Þorbjarnarson · Nebraska, USA / KR (5)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (28)
Breki Gylfason · Appalachian State, USA / Haukar (2)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (8)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (54)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (40)

Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

Þeir leikmenn sem voru við æfingar í hóp en ekki valdir að þessu sinni voru þeir Haukur Óskarsson, Haukum, Ingvi Þór Guðmundsson, Grindavík, Björgvin Hafþór Ríkharðsson, Skallagrím og Sigvaldi Eggertsson, Obradoiro CAB, Spáni.
 
#korfubolti