20 maí 2019
Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfari og Halldór Karl Þórsson aðstoðarþjálfari hans, hafa valið þá 12 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í landsliði kvenna á Smáþjóðaleikunum 2019 sem fara fram í Svartfjallalandi 27. maí -1. júní. Benedikt og Halldór verða þjálfarar liðsins á leikunum en það er fyrsta verkefni þeirra með liðið. Pálína Gunnlaugsdóttir er einnig í þjálfarateymi liðsins en hún verður ekki með liðinu á Smáþjóðaleikunum.
Íslenska liðið leikur fimm leiki á mótinu gegn liði Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á leikunum.
Í liðinu eru tveir nýliðar að þessu sinni, þær Sigrún Björg Ólafsdóttir frá Haukum og Þóranna Kika Hodge-Carr frá Keflavík.
Bryndís Guðmundsdóttir að koma til baka inn í liðið en hún lék síðast landsleik árið 2016.
Í síðustu viku voru 16 leikmenn eftir í æfingahóp og nú hefur lokavalið farið fram og munu eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið á leikunum:
Nafn · Félag · (Landsleikir)Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (21)
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (39)
Embla Kristínardóttir · Keflavík (16)
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (29)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (14)
Helena Sverrisdóttir · Valur (70)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo, Spánn (25)
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík (12)
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar (Nýliði)
Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA/Keflavík (11)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (10)
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík (Nýliði)
Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórsson
#korfubolti