6 apr. 2019
Körfuknattleikssamband Íslands leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni til starfa á skrifstofu sambandsins. Starf á skrifstofu KKÍ er afar fjölbreytt enda starfsemi KKÍ viðamikil og hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna hverju sinni.
Verkefni sem starfsmaður mun sinna eru meðal annars: Mótamál, dómaramál, fræðslu- og útbreiðslumál, félagaskipti og leikheimildir, almenn skrifstofustörf sem og annað sem tilfellur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Æskilegt er að viðkomandi sé með menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla úr starfi innan körfuknattleikshreyfingarinnar er kostur.
- Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.
- Góð hæfni í að vinna með öðrum í teymi.
- Frumkvæði.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2019 og skulu umsóknir sendar á hannes.jonsson@kki.is.