20 mar. 2019
Samkvæmt samþykkt KKÍ þings síðastliðinn laugardag á stjórn KKÍ að skipa tvo vinnuhópa eigi síðar en 31.mars 2019, annars vegar er snýr að keppnisfyrirkomulagi tveggja efstu deilda karla og hins vegar keppnisfyrirkomulagi tveggja efstu deildar kvenna. Þeir sem hafa áhuga á taka þátt í vinnu í öðrum hvorum hópnum geta sent tölvupóst á kki@kki.is fyrir kl.16:00 miðvikudaginn 27.mars.
Tillögurnar sem samþykktar voru hljóða svona:
Þingsályktunartillaga um vinnuhóp fyrir tvær efstu deildir karla
Stjórn körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) leggur til að skipaður verði vinnuhópur um keppnisfyrirkomulag í tveimur efstu deildum karla. Stjórn KKÍ skal skipa vinnuhópinn eigi síðar en 31. mars 2019. Meðlimum vinnuhóps skal sent erindisbréf frá stjórn KKÍ og skal vinnuhópurinn skila inn tillögum í síðasta lagi 15. júlí 2019. Ef vinnuhópur leggur til breytingar við stjórn KKÍ mun stjórn taka þær fyrir og kynna niðurstöður eigi síðar en 1. okt. 2019. Breytingar munu taka gildi keppnistímabilið 2020-2021.
Þingsályktunartillaga um vinnuhóp fyrir tvær efstu deildir kvenna
Stjórn körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) leggur til að skipaður verði vinnuhópur um keppnisfyrirkomulag í tveimur efstu deildum kvenna. Stjórn KKÍ skal skipa vinnuhópinn eigi síðar en 31. mars 2019. Meðlimum vinnuhóps skal sent erindisbréf frá stjórn KKÍ og skal vinnuhópurinn skila inn tillögum í síðasta lagi 15. júlí 2019. Ef vinnuhópur leggur til breytingar við stjórn KKÍ mun stjórn taka þær fyrir og kynna niðurstöður eigi síðar en 1. okt. 2019. Breytingar munu taka gildi keppnistímabilið 2020-2021.