18 mar. 2019
Um helgina fór fram 53. Körfuknattleiksþing KKÍ en þingið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður en hann var einn í framboði.
Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en úr henni gengu Páll Kolbeinsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Nýir stjórnarmenn voru kosnir þeir Guðni Hafsteinsson, Herbert Arnarson og Jón Bender. Stjórnin er því skipuð þeim Birnu Lárusdóttur, Einari Karli Birgissyni, Erlingi Hannessyni, Ester Öldu Sæmundsdóttur, Guðbjörgu Norðfjörð, Guðna Hafsteinssyni, Hannes S. Jónssyni, Herbert Arnarsyni, Lárusi Blöndal og Jóni Bender.
Stjórn kom saman strax að loknu þingi og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð verður varaformaður, Ester Alda Sæmundsdóttir gjaldkeri og Lárus Blöndal ritari.
Búið er að skipa formenn allra nefnda sambandsins en á næsta fundi stjórnar verður klárað að skipa nefndarmenn í allar nefndir. Ester Alda Sæmundsdóttir er formaður fjárhagsnefndar, Jón Bender er formaðru dómaranefndar, Birna Lárusdóttir er formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar, Lárus Blöndal er formaður mótanefndar og Herbert Arnarson er formaður afreksnefndar.
Reikningar KKÍ voru samþykktir en á síðasta rekstrarári var 13.5 milljón króna hagnaður.
Á vef KKÍ er hægt að nálgast ársskýrslu fyrir starfsárin 2017-18 og 2018-19 - http://www.kki.is/um-kki/korfuknattleiksthing/
Mynd: Stjórn KKÍ 2019-21 en á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Guðna Hafsteinsson.