14 mar. 2019
Í kvöld fer fram 22. og jafnframt síðasta umferðin í Domino's deild karla kl. 19:15 þegar leiknir verða sex leikir. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum samtímis, það er leik Tindastóls og Keflavíkur og Grindavíkur og ÍR. Á morgun verður bein útsending frá uppgjörsþætti þar sem leikmenn og þjálfarar verða verðlaunaðir fyrir seinni hluta tímabilsins og úrslitakeppninni gerð skil sem framundan er.
🍕 Domino's deild karla
🗓 Fimmtudaginn 14. mars
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is
⏰ 19:15
🏀 GRINDVÍK-ÍR ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport
Hreinn úrslitaleikur um 7. sætið í úrslitakeppninni. Tapliðið mun enda í 8. sæti.
🏀 KR-BREIÐABLIK ~ ALVOGEN býður frítt á völlin í kvöld í DHL-höllinni!
Með sigri KR og ef Keflavík sigrar að auki fyrir norðan mun KR ná 4. sætinu og heimaleikjarétti. Ljóst er að Breiðablik leikur í 1. deild að ári.
🏀 NJARÐVÍK-SKALLAGRÍMUR
Njarðvík þarf sigur og treysta á að Haukar sigri Stjörnuna til að verða deildarmeistarar 2019. Ljóst er að Skallagrímur leikur í 1. deild að ári.
🏀 TINDASTÓLL-KEFLVÍK ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport
Hreinn úrslitaleikur um 3. sætið í deild og ræður einnig röðun í sætum 4.-5. Sigur hjá Tindastól tryggir þeim 3. sætið, sigur hjá Keflavík tryggir þeim 3. sætið og ef KR vinnur sinn leik fara þeir upp í 4. sætið og Tindastóll mun þá fá 5. sætið.
🏀 VALUR-ÞÓR Þ.
Leikurinn hefur engin áhrif á stöðu Þórs Þ. sem munu enda í 6. sæti. Hinsvegar ef Valur vinnur taka þeir 9. sætið af Haukum þar sem þeir eiga innbyrðis gegn þeim í vetur.
🏀 HAUKAR-STJARNAN ➡️Beint á youtuberás HaukaTV
Stjarnan verður deildarmeistari í fyrsta sinn með sigri í kvöld eða þá ef Njarðvík tapar gegn Skallagrím í sínum lokaleik í Ljónagryfjunni.
#korfubolti #dominosdeildin