24 feb. 2019Karlalandsliðið leikur sinn síðasta leik í annari umferð forkeppni EuroBasket 2021 í Belgíu í dag, 24. febrúar.
Leikurinn fer fram í bænum Mons á heimavelli Belfius Mons-Hainut og hefst leikurinn kl. 15:15 að staðartíma eða kl. 14:15 á Íslandi. Belgía hefur þegar tryggt sér sigur í umferðinni og leika okkar strákar því næst í ágúst í þriðju og jafnframt síðustu umferð forkeppninnar til að komast í undankeppni EM 2021.
Þá verður leikið heima og að heiman 7.-21. ágúst gegn Sviss og Portúgal. Ísland mun leika heimaleiki 10. og 17. ágúst og úti 7. og 21. ágúst. Sigurvegari þess riðils fer í undankepni EM sem hefst næsta haust.
Hörður Axel Vilhjálmsson er fyrirliði liðsins í dag og tekur við hlutverkinu af Hlyni Bæringssyni. Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarþjálfari er ekki með liðinu ytra þar sem hann og kona hans eiga von á barni þessa dagana og stýra því Craig og Baldur liðinu í dag.
Bein tölfræðilýsing og bein netútsending á vef mótsins (í gegnum YouTube) er að finna hérna
Íslenska liðið er þannig skipað í dag:
# | Leikmaður | F.ár | Hæð | Staða | Félag | Landsleikir |
0 | Haukur Óskarsson | 1991 | 194 | B | Haukar | 3 |
1 | Collin Pryor | 1990 | 195 | F | Stjarnan | 3 |
2 | Dagur Kár Jónsson | 1995 | 185 | B | Raiffeisen (Austurríki) | 1 |
5 | Gunnar Ólafsson | 1993 | 192 | F | Keflavík | 9 |
10 | Elvar Már Friðriksson | 1994 | 186 | B | Njarðvík | 37 |
13 | Hördur Axel Vilhjálmsson | 1988 | 196 | B | Keflavík | 77 |
14 | Kristinn Pálsson | 1997 | 197 | B | Njarðvík | 8 |
15 | Martin Hermannsson | 1994 | 194 | B | Alba Berlin (Þýskaland) | 64 |
19 | Kristófer Acox | 1993 | 198 | F | KR | 39 |
22 | Macjiej Baginski | 1995 | 190 | F | Njarðvík | 5 |
23 | Hjálmar Stefánsson | 1996 | 199 | F | Haukar | 7 |
34 | Tryggvi Snær Hlinason | 1997 | 215 | M | Obradorio (Spánn) | 32 |
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
#korfubolti #EuroBasket2021