30 jan. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál í vikunni.

Úrskurður nr. 28/2018-2019
Með atvikaskýrslu dómara í leik Leiknis R. gegn Njarðvík B, mfl. kk. 2. deild, sem fram fór þann 19. janúar sl., voru gerðar athugasemdir við framferði leikmanna Njarðvíkur eftir leik. Í atvikaskýrslunni beindust athugasemdir hins vegar formlega að félaginu sjálfu, þ.e. Njarðvík B. Það er almenn meginregla í agamálum að beina þarf atvikaskýrslum að tilteknum einstaklingum og nafngreina, en slíkt var ekki gert í þessari skýrslu. Undantekning frá þessu getur m.a. verið ef öryggi og/eða gæsla er vanrækt af hálfu heimaliðs. Með vísan til framangreinds verður Njarðvik B ekki gerð agaviðurlög vegna þessa máls.

Úrskurður nr. 30/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a-liðar 1.mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Marius Vaisvilas, leikmaður Stálúlfs, sæta áminningar vegna háttsemi sinnar í leik ÍA og Stálúlfs í Íslandsmót 2. deild M.fl.karla, sem leikinn var 20. janúar 2019.

Úrskurður nr. 31/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a-liðar 1.mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, sæta áminningar vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Tindastóls í Geysisbikar M.fl.karla, sem leikinn var 22. janúar 2019.