30 jan. 2019

Framundan um miðjan febrúar er bikarhátíð KKÍ og Geysis bílaleigu þegar leikið verður til úrslita í öllum flokkum í Geysisbikarnum dagana 13.-17. febrúar í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð. 

Miðasala er hafin á undanúrslit og úrslit meistaraflokkanna á TIX:is hérna.
Miðaverð á úrslit yngri flokka er 1.000 kr. við hurð á leikdegi (eitt verð fyrir bæði fös. og sun.)

Allir leikir vikunnar verða sýndir, bæði á RÚV og RÚV2 og einnig verða leikir á SportTV.is frá úrslitaleikjum yngri flokka.

Dagskrá Geysisbikarsúrslitanna 2019:

Miðvikudagur 13. febrúar

17:30 · Undanúrslit kvenna: Breiðablik-Stjarnan · Beint á RÚV2
20:15 · Undanúrslit kvenna: Valur-Snæfell · Beint á RÚV2

Fimmtudagur 14. febrúar
17:30 · Undanúrslit karla: Stjarnan-ÍR · Beint á RÚV2
20:15 · Undanúrslit karla:  Njarðvík-KR · Beint á RÚV2

Föstudagur 15. febrúar
18:00 · Úrslitaleikur · 10. flokkur stúlkna: Grindavík-Njarðvík · Beint á SportTV.is
20:15 · Úrslitaleikur · 10. flokkur drengja: Stjarnan-Fjölnir · Beint á SportTV.is

Laugardagur 16. febrúar
13:30 · Úrslitaleikur kvenna · Beint á RÚV
16:30 · Úrslitaleikur karla · Beint á RÚV

Sunnudagur 17. febrúar
10:00 · Úrslitaleikur · 9. flokkur drengja: Stjarnan-Haukar · Beint á SportTV.is
12:20 · Úrslitaleikur · Stúlknaflokkur: KR-Keflavík · Sýndur beint á RÚV
14:35 · Úrslitaleikur · Unglingaflokkur karla: KR-Njarðvík · Sýndur beint á RÚV
16:50 · Úrslitaleikur · Drengjaflokkur: Fjölnir-Stjarnan · Beint á SportTV.is
19:00 · Úrslitaleikur · 9. flokkur stúlkna: Keflavík-Njarðvík · Beint á SportTV.is