21 jan. 2019Í gær lauk 8-liða úrslitum kvenna í Geysisbikarnum og því ljóst hvaða fjögur lið fara í undanúrslitin í ár. Það voru Valur, Snæfell, Breiðablik og Stjarnan sem unnu sína leiki og verða því í skálinni þegar dregið verður á miðvikudaginn. Liðin mætast í undanúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni 13. febrúar þegar báðir undanúrslitaleikirnir fara fram sama kvöld. 

Í kvöld hefjast svo 8-liða úrslit karla þegar þrír leikir fara fram en síðasti leikurinn fer fram á morgun þriðjudag. Í kvöld mætast ÍR-Skallagrímur, Njarðvík-Vestri og KR-Grindavík en allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Annað kvöld mætast svo Tindastóll og Stjarnan og eftir þann leik verður ljóst hvaða fjögur karlalið verða í skálinni á miðvikudaginn en undanúrslit karla fara svo fram 14. febrúar í Höllinni.

Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá leikjum kvöldsins.

#geysisbikarinn #korfubolti