3 jan. 2019Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti leikmanna eldri en 20 ára á ný og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis þann 31. janúar en eftir það lokar fyrir öll félagskipti út tímabilið.
Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma.
Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá.
Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 þann 1. febrúar en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á fimmtudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á föstudaginn, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.
Innlend félagsskipti
Skila þarf félagaskiptablöðum útfylltum með undirskrift leikmanns og forsvarsmanni þess félags sem gengið er úr á skrifstofu KKÍ eða senda í tölvupósti. Greiða þarf fyrir með millifærslu eða fá undirskrift nýja félagsins ef um skuldfærslu er að ræða í þeim tilfellum sem félag greiðir fyrir skiptin. Í þeim tilfellum þar sem leikmaður er eldri en 20 ára þarf félaga sem gengið er í einnig að vera skuldlaust við KKÍ fyrir lok miðnættis þann 31. janúar.
Leikheimildir erlendra leikmanna/Óskir um Letter of Clearance (LOC)
Skila þarf inn öllum gögnum sem KKÍ fer fram á auk þess að beiðni um LOC, sé þess er þörf, skal vera kominn í gang ásamt því að félag þarf að vera skuldlaust við KKÍ. LOC frá sambandi í öðru landi má þó berast eftir 31. janúar og hlýtur leikmaður þá leikheimild frá og með þeim degi þegar það berst að því undanskyldu að öll önnur gögn/greiðslur sem krafist er hafa borist skrifstofu KKÍ og hægt sé þar með að gefa út formlega leikheimild í kjölfarið.