29 nóv. 2018
Fyrir leik Íslands og Belgíu í kvöld var þeim Leifi Garðarssyni og Sigmundi Má Herbertssyni, alþjóðlegum dómurum, veitt gullmerki KKÍ. Í sumar dæmdu þeir Sigmundur og Leifur sína síðustu leiki á vegum FIBA en samkvæmt reglum FIBA þurfa alþjóðlegir dómarar að hætta að dæma á erlendum vettvangi 50 ára.
Þeir eru með reynslumeiri dómurum Evrópu en Leifur hóf sinn FIBA feril árið 1993 og Sigmundur sinn feril 10 árum seinna eða árið 2003. Við þessi tímamót hefur stjórn KKÍ ákveðið að sæma Sigmund og Leif gullmerki sambandsins fyrir þeirra ómælda framlag til körfuboltans á Íslandi.
Hannes S.Jónsson formaður KKÍ, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varaformaður KKÍ og Jón Bender formaður dómaranefndar KKÍ afhentu þeim gullmerki sambandsins.