23 nóv. 2018
Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, Craig Pedersen, og aðstoðarþjálfarar hans, þeir Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið 16 manna æfinghóp fyrir landsleikinn gegn Belgíu sem fram fer fimmtudaginn 29. nóvember í Laugardalshöllinni.
Um er að ræða annan leik liðsins í forkeppni EuroBasket 2021 en leikið er um sæti í riðlakeppninni sem hefst næsta haust. Ísland leikur einn leik í þessum landsliðsglugga og á svo tvo síðustu leiki sína í febrúar 2019, einn heima og einn úti.
Ljóst er að í þessum glugga að þeir Martin Hermannsson, Alba Berlin, og Kári Jónsson, Barcelona, eru báðir meiddir og geta ekki tekið þátt í leiknum á fimmtudaginn.
Miðasala á leikinn er hafin hérna á Tix:is · ISL-BEL 29. nóvember kl. 19:45
Hópurinn hefur æfingar næstkomandi mánudag og æfa í vikunni fram að leik og er hann þannig skipaður:
Leikmaður | Félagslið |
Collin Pryor | Stjarnan |
Dagur Kár Jónsson | Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki |
Danero Thomas | Tindastóll |
Elvar Már Friðriksson | Njarðvík |
Gunnar Ólafsson | Keflavík |
Haukur Helgi Briem Pálsson | Nanterre 92, Frakkland |
Haukur Óskarsson | Haukar |
Hjálmar Stefánsson | Haukar |
Hlynur Bæringsson | Stjarnan |
Hörður Axel Vilhjálmsson | Keflavík |
Jón Arnór Stefánsson | KR |
Kristinn Pálsson | Njarðvík |
Kristófer Acox | KR |
Ólafur Ólafsson | Grindavík |
Tryggvi Snær Hlinason | Monbus Obradoiro, Spánn |
Ægir Þór Steinarsson | Stjarnan |
#korfubolti