23 nóv. 2018

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, Craig Pedersen, og aðstoðarþjálfarar hans, þeir Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið 16 manna æfinghóp fyrir landsleikinn gegn Belgíu sem fram fer fimmtudaginn 29. nóvember í Laugardalshöllinni.

Um er að ræða annan leik liðsins í forkeppni EuroBasket 2021 en leikið er um sæti í riðlakeppninni sem hefst næsta haust. Ísland leikur einn leik í þessum landsliðsglugga og á svo tvo síðustu leiki sína í febrúar 2019, einn heima og einn úti.

Ljóst er að í þessum glugga að þeir Martin Hermannsson, Alba Berlin, og Kári Jónsson, Barcelona, eru báðir meiddir og geta ekki tekið þátt í leiknum á fimmtudaginn.

Miðasala á leikinn er hafin hérna á Tix:is · ISL-BEL 29. nóvember kl. 19:45

Hópurinn hefur æfingar næstkomandi mánudag og æfa í vikunni fram að leik og er hann þannig skipaður:

Leikmaður Félagslið
Collin Pryor Stjarnan
Dagur Kár Jónsson Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki
Danero Thomas Tindastóll
Elvar Már Friðriksson Njarðvík
Gunnar Ólafsson Keflavík
Haukur Helgi Briem Pálsson Nanterre 92, Frakkland
Haukur Óskarsson Haukar
Hjálmar Stefánsson Haukar
Hlynur Bæringsson Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík
Jón Arnór Stefánsson KR
Kristinn Pálsson Njarðvík
Kristófer Acox KR
Ólafur Ólafsson Grindavík
Tryggvi Snær Hlinason Monbus Obradoiro, Spánn
Ægir Þór Steinarsson Stjarnan


#korfubolti