16 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Slóvakíu í undankeppni EM kvenna 2019. Leikurinn fer fram kl. 16:00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Ragnheiður Benónísdóttir, Stjörnunni, Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik eru þeir leikmenn hvíla af þeim 15 sem eru í landsliðshópnum en þjálfarateymið hefur tök á að endurskoða valið fyrir seinni leikinn á miðvikudaginn kemur þegar liðið mætir Bosníu.
Íslenska liðið er því þannig skipað:
# | Leikmaður | Félag | Staða | Hæð | F. ár | Landsleikir |
1 | Briet Sif Hinriksdóttir | Stjarnan | B | 174 | 1996 | 0 |
3 | Unnur Tara Jónsdóttir | KR | F | 178 | 1989 | 3 |
4 | Helena Sverrisdóttir | Valur | F | 184 | 1988 | 68 |
5 | Hildur Björg Kjartansdóttir | Celta de Vigo | F | 188 | 1994 | 23 |
6 | Hallveig Jónsdóttir | Valur | B | 180 | 1995 | 12 |
8 | Embla Kristínardóttir | Keflavík | B | 170 | 1995 | 14 |
9 | Sigrún Sjöfn Ámundadóttir | Skallagrímur | F | 181 | 1988 | 51 |
10 | Gunnhildur Gunnarsdóttir | Snæfell | F | 176 | 1990 | 27 |
13 | Þóra Kristín Jónsdóttir | Haukar | B | 173 | 1997 | 8 |
15 | Birna Valgerður Benónýsdóttir | Keflavík | M | 185 | 2000 | 7 |
22 | Berglind Gunnarsdóttir | Snæfell | F | 177 | 1992 | 19 |
24 | Guðbjörg Sverrisdóttir | Valur | B | 180 | 1992 | 16 |
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Hildur Sigurðardóttir
Leikmannagreining: Sævaldur Bjarnason
Styrktarþjálfarar: Arnar Sigurjónsson og Bjarki Rúnar Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
#korfubolti #eurobasketwomen