13 nóv. 2018Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína á landsleikina tvo í undankeppni EM kvenna 2019 fyrirfram en Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og síðan Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19:45.
Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn.
Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína á landsleikina báða rafrænt á netinu á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember, milli kl. 09:00 og 17:00.
· Handhafar blárra aðgöngukorta fyrir 2 nálgast miða hér
· Handhafar appelsínugulra aðgöngukorta fyrir 1 nálgast miða hér
EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.
Almenn miðasala fer fram á TIX:is
Gegn Slóvakíu 17. nóvember
Gegn Bosníu 21. nóvember
Í reglugerð um aðgönguskírteini segir meðal annars:
„Þegar um bikarúrslit og landsleiki er að ræða getur KKÍ krafist þess að rétthafar skírteina sæki aðgöngumiða gegn framvísun skírteinis og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf. Slíkt fyrirkomulag skal auglýst á heimasíðu KKÍ sem og í tölvupósti til félaga KKÍ.“
#korfubolti #eurobasketwomen2019