15 okt. 2018

Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð bikarkkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin.

Ásgeir Elvar Garðarsson hjá Geysi bílaleigu er mjög spenntur fyrir samstarfinu. „Við hjá Geysi erum stolt að styðja við körfuboltahreyfinguna á Íslandi. Það er okkur sannur heiður að bikarkeppni KKÍ, ein skemmtilegasta keppni landsins beri nú Geysis nafnið. Íslenskur körfubolti er á uppleið og hlökkum við til að eiga farsælt samstarf með KKÍ næstu árin.“ 

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var mjög ánægður að fá Geysi til liðs við körfuboltafjölskylduna. „Við erum mjög ánægð að fá Geysi bílaleigu sem okkar samstarfsaðila. Geysir er öflugt og rótgróið fyrirtæki sem þekkir vel til körfuboltans á Íslandi. Það verður spennandi að starfa með þeim á næstu árum að efla körfuboltann og bikarkeppnina okkar.“

29 lið voru skráð til leiks í ár í bikarkeppni KKÍ í flokki meistaraflokka karla. Alls var dregið í 13 viðureignir hjá körlunum að þessu sinni (26 lið) og því þrjú lið sem sitja hjá og mynda sigurvegarar þessara fyrstu leikja ásamt þrem sem sitja hjá 16-liða úrslitin sem dregið verður í næst og þá verður einnig dregið í fyrstu umferða kvenna.

Viðureignirnar í 32-liða úrslitum karla í Geysisbikarnum eru eftirfarandi:
(Í 32-liða úrslitunum gildir sú regla að lið í neðri deildum heimaleik í þeim tilfellum þegar efrideildar liðin komu fyrst upp úr skálinni)

SNÆFELL-ÞÓR Þ.
GRUNDARFJÖRÐUR-ÍA  
Snæfell-Þór Þorlákshöfn
Grundarfjörður-ÍA
KV · Fjölnir
Höttur · Skallagrímur
Njarðvík · Valur
Vestri-b · Hamar
Reynir S. · Tindastóll
Álftanes · KR
Haukar-b · KR-b
Grindavík · Keflavík
Selfoss · Sindri
Þór Akureyri · Haukar
Stjarnan · Breiðablik

Liðin sem sitja hjá í fyrstu umferð:
· Vestri
· Njarðvík-b
· ÍR

Um Geysir bílaleigu:
Geysir bílaleiga er fjölskyldufyrirtæki frá Keflavík sem á sögu sína að rekja aftur til ársins 1973. Geysir hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2003 og er Geysir í dag ein stærsta íslenska bílaleigan óháð erlendum umboðsaðilum og er með starfstöðvar í Keflavík og Reykjavík og með afhendingu á Akureyri að auki.
Heimasíða Geysis

#korfubolti #geysisbikarinn