1 okt. 2018Bandaríkin urðu í gær heimsmeistarar kvenna í körfuknattleik, í þriðja skipti i röð, eftir sigur gegn Ástralíu í úrslitaleiknum sem fram fór á Tenerife á Spáni. Lokatölur 73:56. Spánn lagði Belgíu í leiknum um bronsið 67:60.
Breanna Stewart frá Bandaríkjunum var valin besti leikmaður mótsins (MVP) og með henni í úrvalsliðinu var liðsfélagin hennar Diana Taurasi, Emma Meesseman frá Belgíu, Liz Cambage frá Ástralíu og Astou Ndour frá Spáni.
Tölfræði bandaríska liðsins frá 1996 er með ólíkindum, en liðið hefur unnið 100 leiki gegn einum tapleik, unnið sex ólympíugull í röð og fimm sinnum orðið heimsmeistarar, þar af í síðustu þrjú skipti í röð.
Sjá nánar á vef mótsins hérna: fiba.basketball/womensbasketballworldcup/2018
Lokastaða HM-kvenna 2018 var þessi:
1. Bandaríkin
2. Ástralía
3. Spánn
4. Belgía
5. Frakkland
6. Kína
7. Kanada
8. Nígería
9. Japan
10. Tyrkland
11. Grikkland
12. Senegal
13. Lettland
14. Suður-Kórea
15. Argentína
16. Púertó Ríkó