13 sep. 2018

Craig Pedersen og aðstoðarþjálarar hans hafa valið þá leikmenn sem leika gegn Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021. Leikurinn fer fram í borginni Sines á Portúgal á sunnudaginn kemur þann 16. september, en þetta er fyrsti leikur liðsins í forkeppninni.

Tveir leikmenn eru að fara leika sína fyrstu landsleiki í mótum á vegum FIBA með A-landsliðinu, það eru þeir Collin Pryor og Kristinn Pálsson. Kristinn lék á Smáþjóðaleikunum 2017 og hann ásamt Collin voru í liðinu í tveim vináttuleikjum gegn Noregi nú í upphafi mánaðarins.

Tveir leikmenn eru meiddir. Haukur Helgi Briem Pálsson, leikmaður Nanterre 92 í Frakklandi, og Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR. Haukur Helgi meiddist rétt fyrir brottför sína til Íslands í síðustu viku og þá hefur Jón Arnór ekki tekið þátt í æfingum liðsins undanfarið vegna meiðsla sem hann er að ná sér góðum af. Von er á þeim báðum til baka fyrir næsta glugga í lok nóvember.

Leikurinn ytra gegn Portúgal fer fram á sunnudaginn 16. september kl. 18:30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tima (GMT+1).

Lifandi tölfræði verður á heimasíðu keppninnar og þá verður einnig bein netútsending á sama stað:
fiba.basketball/eurobasket/2021/pre-qualifiers

Landslið Íslands gegn Portúgal verður þannig skipað:

# Leikmaður F. ár Hæð Staða Lið Landsleikir
1 Collin Pryor 1990 198 F Stjarnan 2
3 Ægir Þór Steinarsson 1991 182 B Stjarnan 55
4 Kári Jónsson 1997 194 B Barcelona (ESP) 9
8 Hlynur Bæringsson 1982 200 M Stjarnan 122
10 Elvar Már Friðriksson 1994 186 B Denain (FRA) 34
13 Hördur Axel Vilhjálmsson 1988 196 B Keflavík 74
14 Kristinn Pálsson 1997 197 B Njarðvík 7
15 Martin Hermannsson 1994 194 B Alba Berlin (GER) 62
19 Kristófer Acox 1993 198 F Denain (FRA) 36
21 Ólafur Ólafsson 1990 194 F Grindavík 26
23 Hjálmar Stefánsson 1996 199 F Haukar 4
34 Tryggvi Hlinason 1997 215 M Monbus Obradorio (ESP) 29

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Finnur Freyr Stefánsson and Baldur Thor Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Már Marteinsson
Fararstjóri og liðstjóri: Herbert Arnarson

#korfubolti