11 sep. 2018Á laugardaginn 15. september gengst KKÍ fyrir haustfundi fyrir nýja dómara og þá sem hafa hafið dómgæslu á síðastliðnum árum. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal frá kl 9-16. Á haustfundinum verður farið yfir margt af því sem nauðsynlegt er fyrir dómara að hafa skilning og þekkingu á. Fyrirlesarar verða alþjóðadómararnir, Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Kristinn Óskarsson, Leifur Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson. Meðal efnis sem farið er yfir er:
• Lífsstíllinn að vera dómari
• Líkamlegt álag og undirbúningur
• Hugmyndafræði leiksins og áherslur í dómgæslu
• Grundvallarreglur í staðsetningu og merkjagjöf
• Starfsemi KKÍ og Dómaranefndar
• Fræðsluvefurinn
Fundurinn er öllum opinn og kostnaður er enginn. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn með því að senda upplýsingar um nafn og félag á domaranefnd@kki.is fyrir föstudaginn 14. september klukkan 16:00.