20 ágú. 2018Um helgina fóru fram seinni æfingahelgi Úrvalsbúða drengja og stúlkna og voru þær haldnar í Smáranum Kópavogi og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Alls voru um 740 krakkar boðaðir til æfinga í sumar og var met mæting í sumar.

Yfirþjálfarar búðanna, Ingi Þór Steinþórsson hjá strákum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stelpunum, stýrðu tækniæfingum ásamt aðstoðarþjálfurum sínum en þrír árgangar leikmanna fæddir 2005, 2006 og 2007 voru í búðunum í ár. 

Almenn ánægja var meðal leikmanna og fá allir þátttakendur Úrvalsbúðarboli og eftir æfingu drykk frá Ölgerðinni og ávexti.

Á næsta ári verða boðaðir leikmenn úr 2005 árgangi í Afreksbúðir sem er undanfari að U15 landsliðum Íslands og þá verða 2006, 2007 og 2008 árgangar í Úrvalsbúðum sumarið 2019.

#korfubolti