3 júl. 2018Mótanefnd KKÍ auglýsir til umsóknar:
a. Umsjón með minniboltamótum 10 og 11 ára, drengja og stúlkna
b. Umsjón með úrslitum yngri flokka
c. Helgar fyrir opin yngri flokka mót félaga
Umsóknarfrestur rennur út 8. ágúst fyrir allar umsóknir.
Íslandsmót í minnibolta 10 ára og 11 ára:
Á Íslandsmóti í minnibolta 10 og 11 ára greiða félög þátttökugjald fyrir hvert lið sem það sendir á hvert mót. Gjaldið rennur að öllu leyti til mótshaldara. Greiða þarf gjald fyrir hvert mót. Gjaldið verður 8.000 kr. veturinn 2018-19. Mótshaldari greiðir til KKÍ 1.000 kr. fyrir hvert lið sem er skráð en KKÍ mun sjá um að taka við þátttökutilkynningum og setja upp mótið.
Tvö félög geta sótt um að halda minniboltamót saman. Í umsókn þarf að koma fram hvaða mót er sótt um og hvaða gistimöguleikar eru.
Minnibolti 10 ára stúlkur – keppnishelgar
13.-14. október
24.-25. nóvember
30.-31. mars
18.-19. maí
Minnibolti 10 ára drengir – keppnishelgar
13.-14. október
24.-25. nóvember
30.-31. mars
18.-19. maí
Minnibolti 11 ára stúlkur – keppnishelgar
29.-30. september
10.-11. nóvember
9.-10. febrúar
23.-24. mars
11.-12. maí
Minnibolti 11 ára drengir – keppnishelgar
29.-30. september
10.-11. nóvember
9.-10. febrúar
23.-24. mars
11.-12. maí
Úrslit yngri flokka:
Úrslit yngri flokka eru undanúrslit og úrslit í 9.flokki til unglingaflokks. Því er skipt niður á tvær helgar og er hægt að sækja um báðar helgar eða aðra helgina. Umgjörð skal vera eins og gerist í meistaraflokki. Félag fær greitt 15.000 kr. fyrir hvert þátttökulið.
Úrslit yngri flokka – keppnishelgar
10.-12. maí
9. flokkur drengja
9. flokkur stúlkna
Drengjaflokkur
Stúlknaflokkur
17.-19. maí
10. flokkur stúlkna
10. flokkur drengja
Unglingaflokkur karla
Opin minniboltamót félaga:
Rík hefð hefur myndast fyrir opnum yngri flokka mótum félaga. Félög eru beðin um að senda inn óskir um hvenær þau vilja halda sín mót.
Mun mótanefnd veita félögum samþykki ef helgar henta í mótadagatali og ef til árekstra milli félaga kemur verður litið til hefðar hvers móts. Hægt er að halda mót þó að fjölliðamót séu sömu helgi.
Nánari upplýsingar veita Stefán Þór Borgþórsson (stefan@kki.is) og Árni Eggert Harðarson (arni@kki.is)