1 júl. 2018
Það voru rosalegir leikir í dag á danska deginum. Bæði U16 og U18 strákar spiluðu flotta leiki.
Strákarnir í U18 hófu daginn og unnu flottan sigur. Seinni hálfleikur liðsins var ein besta frammistaða sem íslenskt lið er búið að sýna á þessu móti. Virkilega vel gert hjá strákunum.
U18 ára stelpurnar áttu í erfiðleikum með þær dönsku og á endanum unnu Danirnir stóran sigur.
Hjá U16 stelpum þá bættu þær sig milli daga og fóru í enn einn hörkuleikinn. En Danirnir reyndust sterkari og unnu.
Strákarnir í U16 léku sannkallaðan spennuleik og unnu að lokum með einu stigi eftir að hafa verið yfir 17 stigum á tímabili.
Kl. 16.00(13.00 ísl. tíma) U18 drengir 77-87.
Kl. 18.00(15.00 isl. tíma) U18 stúlkur 81-53.
Kl. 18.15(15.15 ísl. tíma) U16 stúlkur 56-45.
Kl. 20.15(17.15 ísl. tíma) U16 drengir 82-83.
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.
Mynd: Karfan.is