30 jún. 2018
Sænski dagurinn hófst á leik U18 stúlkna. Stelpurnar hafa spilað vel á köflum og gerðu það einnig í dag. En því miður náðist ekki að landa sigri gegn góðu liði.
Íslensku strákarnir í U16 voru næstir á sviðið. Spiluðu þeir einn besta leik mótsins hingað til og unnu flottan sigur á sterku liði. Frábær liðsframmistaða hjá sterku íslensku liði.
Í lok dags voru U16 stelpur og U18 strákar að spila á sama tíma. U16 stelpur mættu gríðarlega sterku sænsku liði sem er afar líklegt að vinna mótið. Íslensku stelpurnar spiluðu þar sinn besta leikhluta á mótinu hingað til í fyrsta leikhluta. En þær sænsku reyndust sterkari í hinum leikhlutunum og unnu stóran sigur.
U18 strákar léku sinn besta leik hingað til á mótinu. Þeir leiddu lungann úr leiknum en Svíar komust fimm yfir þegar skammt var til leiksloka. En með ótrúlegri seiglu og þrautseigju komust strákarnir inn í leikinn og fengu gott skot í lokin til að jafna en ekki vildi boltinn ofaní.
K. 13.45(10.45 ísl. tíma) U18 stúlkur 74-56
Kl. 15.45(12.45 isl. tíma) U16 drengir 69-80
Kl. 20.15(17.15 ísl. tíma) U16 stúlkur 92-41
Kl. 20.30(17.30 ísl. tíma) U18 drengir 69-66
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.
Mynd: Karfan.is