29 jún. 2018Í dag, föstudag 29. júní fer fram leikur Búlgaríu og Íslands í undankeppni fyrir World Cup 2019. Leikurinn fer fram í Botevgrad í Búlgaríu og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn er mjög mikilvægur og með sigri tryggja strákarnir sig áfram í milliriðil.
Tveir nýliðar eru í hópnum eru það þeir Breki Gylfason og Hjálmar Stefánsson leikmenn Hauka.
Lið Íslands:
Breki Gylfason – Appalachian State/Haukar, USA (Nýliði)
Elvar Már Friðriksson – Denain Voltaire, Frakkland (32)
Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65)
Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði)
Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120)
Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72)
Jón Axel Guðmundsson – Davidson/Grindavík, USA (5)
Kári Jónsson - Haukar (7)
Kristófer Acox - KR (34)
Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60)
Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27)
Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
Ísland á svo leik gegn Finnlandi mánudaginn 2. júlí í undankeppni HM kl. 18.45 að staðartíma sem er 15.45 á Íslandi. Sá leikur er einnig sýndur á RÚV.
Hér má sjá upplýsingar um leikinn, lifandi tölfræði og upplýsingar um leikmenn.