14 jún. 2018
Í morgun héldu U15 ára liðin af stað í fyrstu keppnisferð yngri liða þetta sumarið en þar munu tvo lið drengja og tvö lið stúlkna sem skipa níu leikmenn hvort keppa yfir helgina. Mótið hefst á morgun og stendur til sunnudags og koma liðin heim um kvöldið.
Ísland hefur sent lið til leiks nánast frá upphafi en þetta er 11. árið sem mótið fer fram. U15 landsliðin eru fyrsta landsliðsstig yngri liða og hafa leikmenn öðlast dýrmæta reynslu í gegnum árin með því að hefja landsliðsferil sinn á þessu móti. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í mótinu má nefna Martin Hermannsson og Thelmu Dís Ágústsdóttur, leikmenn landsliða Íslands í dag.
Hægt er að fylgjast með fréttum af mótinu og sjá nánar um dagskránna hér fyrir neðan:
Heimasíða mótsins: cph-invitational.dk
Facebook-síða liðanna (fréttir og fleira frá mótsstað): Ferðasaga U15 2018
Áfram Ísland!
#korfubolti