11 jún. 2018Finnur Jónsson, aðalþjálfari U20 ára liðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hörður Unnsteinsson hafa valið lið sitt fyrir sumarið sem tekur þátt í Evrópumóti U20 kvenna. Ísland leikur í B-deild Evrópumótsins og fer mótið í ár fram í Oradea í Rúmeníu dagana 7.-15. júlí.
Þar leikur liðið í B-riðli með Hvíta-Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi og eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti.
Liðið er þannig skipað:
U20 lið kvenna 2018
Anna Lóa Óskarsdóttir | Haukar |
Anna Soffía Lárusdóttir | Snæfell |
Björk Gunnarsdóttir | Njarðvík |
Bríet Lilja Sigurðardóttir | Skallagrímur |
Dagbjört Dögg Karlsdóttir | Valur |
Hulda Bergsteinsdóttir | Njarðvík |
Katla Rún Garðarsdóttir | Keflavík |
Kristín Rós Sigurðardóttir | Breiðablik |
Magdalena Gísladóttir | Haukar |
Ragnheiður Björk Einarsdóttir | Haukar |
Thelma Dís Ágústsdóttir | Keflavík |
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir | Haukar |
Þjálfari: Finnur Jónsson
Aðstoðarþjálfari: Hörður Unnsteinsson