22 maí 2018Laugardaginn 12. maí síðastliðin fór fram hið árlega körfuboltamót Molduxa en það hefur unnið sér fastan sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda, enda það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið var að venju í Síkinu á Sauðárkróki undir öruggri mótsstjórn Molduxa sem að þessu sinni áttu tvö lið í mótinu í sitthvorum aldursflokknum.
 
Leikið var í tveimur riðlum, +30 ára og +45 ára og skráðu sig fimm lið til leiks í hvorn riðil. Leikar fóru þannig að sigurvegarar „unglingadeildar“ var lið FSu frá Selfossi og í flokki eldri leikmanna var það lið Stauka úr Hafnarfirði sem hafði sigur.