17 maí 2018
KKÍ þjálfari 1.a fer fram dagana 25.-27. maí 2018.
KKÍ hvetur félögin til að skrá sína þjálfara til leiks sem ekki hafa setið námskeiðið, sérstaklega unga þjálfar sem og nýja þjálfara sem eru að hefja störf.
Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki.
KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.
Hér er hægt að skrá sig á þjálfaranámsekið 1.a.
Dagskránna má sjá á skráningarsíðunni eða hérna
Þátttökugjald fyrir 1.a er 20.000 kr. ef greitt er fyrir 20. maí.
Eftir 20. maí er þátttökugjald 25.000 kr.