14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í unglingaflokki karla í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018.
Það var lið Njarðvíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.
Njarðvík lék í undanúrslitunum gegn Grindavík og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Breiðablik sem höfðu betur í gegn KR. Í úrslitaleiknum var það svo Njarðvík sem lagði Blika, lokatölur 83:68.
Þjálfari liðsins er Rúnar Ingi Erlingsson.
Besti leikmaður úrslitaleiksins var valinn í leikslok Kristinn Pálsson sem átti mjög góðan leik, var með 33 stig, tók 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir sitt lið.
KKÍ óskar Njarðvík til hamingju með titilinn!
#korfubolti